Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Grunnmenntaskóli

Þann 26.nóvember verður haldin kynning á Grunnmenntaskóla í Fræðslumiðstöð Vestfjarða Kl.17:00-18:00 

Allir þeir sem vilja kynna sér málið eru velkomnir.

Grunnmenntaskólinn er fyrir alla þá sem vilja koma aftur til náms. Hann er hannaður með tilliti til þeirra sem er skammt á veg komið í formlegri menntun en er góður grunnur til að hefja nám að nýju.

Þeir sem hafa lokið raunfærnimati og eiga eftir bóklega áfanga eru sérstaklega hvattir til að kynna sér málin.

Myndband um grunnmentaskólann

Félagsmenn SFR geta sótt námskeið frítt!

Það er ánægjulegt að segja frá því að Fræðslumiðstöðin er komin í samstarf við SFR sem felur í sér að félagsmenn SFR geta sótt ákveðin námskeið hjá Fræðslumiðstöðinni sér að kostnaðarlausu. Fyrstu námskeiðin sem falla undir þetta samkomulag er um samskipti á vinnustað sem haldið verður 14. september, TRE – leið til að vinna á spennu, streitu og áföllum sem verður 24. september og hómópatía sem haldið verður 29. september. Eina sem þarf að gera er að skrá sig á vefsíðu Fræðslumiðstöðvarinnar og tiltaka stéttarfélagið og SFR mun greiða námskeiðsgjaldið.

Segja má að þetta sé framhald af því sem hófst síðasta vetur með samstarfi við endurmenntunarsjóðina Sveitarmennt og Ríkismennt. Það samstarf gefur starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga sem greiða til VerkVest eða Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur kost á að sækja starfþróunarnámskeið hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða sér að kostnaðarlausu.

Það er von okkar að félagsmenn SFR verði duglegir að nýta sér þetta tækifæri og sýna þannig fram á að það er full ástæða til þess stéttarfélög bjóði sínu fólki á landsbyggðinni upp á námskeið rétt eins og gert er á höfuðborgarsvæðinu.

Eldri færslur