Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Smáskipanám skipstjórn og vélstjórn - Útskrift

Við hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða erum stolt að segja frá útskrift nemenda nú í vor á skipstjórnar og vélstjórnarbrautum.

Alls luku 30 nemendur smáskipanámi, þar af 21nemandi í smáskipanámi skipstjórn og 9 nemendur smáskipanámi vélstjórn.

Það er löng hefð fyrir smáskipanámi hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða en þetta er annað árið sem kennt er eftir nýrri og uppfærðri námsskrá.

Nemendur komu víðsvegar að, flestir eru þó búsettir og/eða starfandi á Vestfjörðum  en þar sem námið er að miklu leyti fjarnám skiptir búseta ekki máli fyrir þátttöku. Auk fjarnáms voru ákveðnir námsþættir kenndir í staðlotum, bæði á Ísafirði og í Skipstjórnarskólanum í Reykjavík.

Kennarar í náminu voru  Hjalti Már Magnússon, Jóhann Bæring Gunnarsson og Nanna Bára Maríasdóttir. Auk þeirra voru kennarar Skipstjórnarskólans þau Karitas Þórðardóttir, Vilbergur Magni Óskarsson, Björgvin Þór Steinsson og Ríkharður Björgvin Ríkharðsson.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur átt í góðu samstarfi við Véltækni og Skipstjórnarskólann í Reykjavík þar sem skipstjórnarnemendur taka kennslu í siglingahermi og fjarskiptum. Einnig er samstarf við Menntaskóann á Ísafirð þar sem verkleg kennsla í vélstjórnarhluta námsins fer fram.

Umsjónarmaður námsins fyrir hönd Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða var Sólveig Bessa Magnúsdóttir.

Stefnt er að því að fara árlega af stað með hópa í smáskipanámi, bæði skipstjórn og vélstjórn, byrja í október og útskrifa að vori.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða óskar hópnum til hamingju með útskriftina og velfarnaðar í störfum.

 

Skránign er hafin fyrir haustið:

https://www.frmst.is/nam/#filter~54 

 

Ríkisborgarapróf - skráning til 23. apríl

Próf í íslensku fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt eru haldin tvisvar á ári, að vori og hausti (Icelandic tests for applicants for Icelandic citizenship (Icelandic passport)). Á Ísafirði verður hægt að taka próf hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða  föstudaginn 12. maí kl. 13:00.

Mímir sér um framkvæmd ríkisborgaraprófa fyrir Menntamálastofnun og tekur við skráningum á heimasíðu sinni mimir.is. Skráningu lýkur sunnudaginn 23. apríl. Ekki er hægt að skrá sig í próf eftir að skráningarfrestur rennur út og skráning er ekki gild nema gengið hafi verið frá greiðslu.

Nánari upplýsingar á vef Mímis mimir.is.

 

Eldri færslur