Breytingaskeiðið á toppnum - heilsa og vellíðan kvenna á breytingaaldrinum - fjarkennt
9. október 2025
Heilsa og vellíðan kvenna á breytingaaldrinum.
Þetta námskeið höfðar til kvenna á aldrinum 45-60 ára. Þegar estrogen framleiðslan fer að dvína í byrjun fertugs og smám saman stoppar alveg 55-60 ára finna margar konur fyrir óþægilegum einkennum og sem geta varið í mörg ár. Fyrir sumar konur er þetta skeið erfiðara en fyrir aðrar en mörg einkenni eiga allar konur sameiginlega.
Á námskeiðinu verður fjallað um hvað gerist í líkamanum þegar hormónakerfið fer að breytast, hvaða einkenni margar konur finna fyrir og hvernig hægt er að bregðast við þeim á uppbyggilegan hátt. Farið verður yfir áhrif lífsstíls á breytingaskeiðið, hlutverk mataræðis, blóðsykurs og bólgu, og hvaða lausnir og góð ráð geta hjálpað til við að létta á helstu einkennum.
Þátttakendur fá hagnýtar leiðir til að bæta heilsu, auka orku og skapa jafnvægi í daglegu lífi.
Breytingaskeiðið þarf ekki að vera hindrun – það getur líka verið ný byrjun til vellíðunar og styrks.
Kennari á námskeiðinu er Þorbjörg Hafsteinsdóttir, frumkvöðull í útbreiðslu á faglegum og vísindalegum upplýsingum um tengsl öldrunar og lífsstíls. Hún er menntuð hjúkrunarfræðingur, næringarþerapisti, lífsstílsþjálfi og jógakennari. Þorbjörg hefur skrifað átta metsölubækur um næringu, heilsu og lífsstíl, þar á meðal 10 árum yngri á 10 vikum, sem vakti mikla athygli bæði á Íslandi og erlendis.
Hún er stofnandi Sundhedsrevolutionen í Danmörku og framkvæmdarstjóri vörumerkisins Thorbjörg. Með yfir 30 ára reynslu í næringar- og heilsumeðferðum hefur hún hjálpað þúsundum að bæta heilsu sína og vellíðan, meðal annars við einkenni tengd breytingaskeiði, sykurfíkn, offitu, bólgum og hormónabreytingum.
Tími: Fimmtudagur 9. október kl. 18-20
Staður: Fjarkennt.
Verð: 19.000 kr.
Félagsfólk Kjalar stéttarfélags getur sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Fræðslumiðstöðin hvetur aðra þátttakendur til að kanna möguleika á styrk til greiðslu þátttökugjalds hjá sínu stéttarfélagi eða starfsmenntasjóði.
Hópur | Dags | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|