ChatGPT - Ísafjörður
16. október 2025
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja kynnast möguleikum gervigreindar í starfi sínu. Það hentar bæði þeim sem eru að taka sín fyrstu skref og þeim sem þegar hafa áhuga á að kanna hvernig gervigreind getur nýst á skapandi og hagnýtan hátt.
Markmið námskeiðsins er að auka skilning og færni þátttakenda í notkun gervigreindar til að styðja við nýsköpun, skipulag og skapandi vinnu. Á námskeiðinu er farið yfir nokkra meginþætti: inngang að gervigreind, gagnavinnslu, skapandi skrif, myndsköpun, forritun og tónlistarsköpun.
Kennari: Stefán Atli Rúnarsson. (https://chatgptnamskeid.is/)
Tími: Fimmtudagur 16. október kl. 13-15.
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 21.000 kr.
Félagsfólk Kjalar stéttarfélags getur sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Fræðslumiðstöðin hvetur aðra þátttakendur til að kanna möguleika á styrk til greiðslu þátttökugjalds hjá sínu stéttarfélagi eða starfsmenntasjóði.
Hópur | Dags | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|