Hagsýn heimili - fjarkennt
Janúar 2026
Námskeið sem haldið var í janúar 2024 verður nú endurtekið. Farið verður yfir leiðir til að hámarka sparnað, nýtingu hráefna, skipulag og almenna hagsýni í rekstri heimila.
Farið verður yfir leiðir til að skipuleggja máltíðir og mat fjórar vikur fram í tímann hvað varðar innkaup, máltíðir og leiðir til að undirbúa og kaupa inn fyrir þennan tíma á skipulagðan og hagkvæman hátt. Fyrir hverja viku verða skipulagðar 3 kvöldmáltíðir, 1 helgarmáltíð, 2-3 nestismöguleikar og 1 eftirréttur.
Kennari námskeiðsins er Hjördís Þráinsdóttir, sem heldur úti instagram aðganginum Salt í grautinn, „eldhúsverk upptekinnar konu sem leitast við að gera líf sitt einfaldara“. Hagsýn heimilisráð, innkaup, uppskriftir, undirbúningur máltíða og almennt fjör.“
Tími: Janúar 2026.
Staður: Fjarkennt.
Verð: 6.000 kr.
Félagsfólk Kjalar stéttarfélags, Sameykis, Verkalýðsfélags Vestfirðinga og Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur getur sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Fræðslumiðstöðin hvetur aðra þátttakendur til að kanna möguleika á styrk til greiðslu þátttökugjalds hjá sínu stéttarfélagi eða starfsmenntasjóði.
Hópur | Dags | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|