Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Hagsýn heimili - jólaútgáfa - fjarkennt

13. nóvember 2025

Hagsýn heimili eru komin í jólagírinn. Við ætlum að ræða allskyns hluti eins og skipulag í aðdraganda jóla, smáköku- og tertubakstur og blessaða jólasveinana. Við gerum okkur aðventuna auðveldari með því að undirbúa máltíðir sem bjarga okkur á annasömum dögum.

Fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í jólahaldi upp á eigin spýtur, eða þá sem vilja breyta til, þá förum við yfir það skref fyrir skref hvernig á að elda ýmiskonar jólamat og eftirrétti.

Uppskriftir fylgja námskeiðinu og „Jólahandbók heimilisins“ sem hver og einn þátttakandi getur gert að sinni (ath rafræn gögn eingöngu sem þátttakendur geta prentað út sjálfir).

Kennari námskeiðsins er Hjördís Þráinsdóttir, sem heldur úti instagram aðganginum Salt í grautinn, „eldhúsverk upptekinnar konu sem leitast við að gera líf sitt einfaldara“. Hagsýn heimilisráð, innkaup, uppskriftir, undirbúningur máltíða og almennt fjör.“

Tími: Fimmtudagur 13. nóvember 2025 kl. 19:30-21:30. 
Staður: Fjarkennt.
Verð: 6.000 kr.

Fræðslumiðstöðin hvetur þátttakendur til þess að kanna möguleika á styrk upp í námskeiðsgjald hjá sínu stéttarfélagi eða starfsmenntasjóði. 

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning