Íslenska 4a - Patreksfjörður
11. nóvember 2025 (A2.2)
Fyrri hluti af stigi 4 samkvæmt námskrá frá menntamálaráðuneytinu. Ætlað þeim sem hafa áður lokið stigi 3 og/eða hafa góða undirstöðu í íslensku.
Lögð er áhersla á að auka orðaforða enn frekar, efla lesskilning, ritun og málfræði og þannig efla sjálfstraust nemenda til að tjá sig á íslenskri tungu. Námið tengist samfélagslegum þáttum daglegs lífs á Íslandi. Námskeiðið er aðlagað nemendahópnum og því geta áherslur verið mismunandi milli hópa.
Forkröfur: Hafa lokið stigi 3 eða búa yfir töluverðir kunnáttu í íslensku.
Kennari: Arna Margrét Arnardóttir.
Tími: Kennt þriðjudaga og fimmtudaga kl.17:00-19:00, hefst 11. nóvember.
Lengd: 20 klukkustundir (10 skipti).
Staður: Vatneyrarbúð, Aðalstræti 1, Patreksfjörður
Verð: 28.500. kr.
Þau sem eru í Verk Vest eða Verkalýðs og sjómannafélaga Bolungarvíkur og starfa hjá ríki eða sveitarfélögum geta sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Fræðslumiðstöðin hvetur aðra þátttakendur til að kanna með endurgreiðslu námskeiðsgjalds hjá sínu félagi.
Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu.
| Hópur | Dags | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
|---|

