Íslenska fyrir fólk af arabískum uppruna
26. ágúst 2025
Námskeið ætlað fólki af arabískum uppruna með mjög litla kunnáttu í íslensku. Á námskeiðinu læra nemendur íslenska stafrófið og þjálfa framburð, læra grunnorðaforða daglegs máls og einfalda setningagerð. Þeir læra að segja frá sjálfum sér og spyrja og svara einföldum spurningum. Allir þættir tungumálsins eru þjálfaðir eins og skilningur, hlustun, tal, lestur og ritun.
Við kennsluna er tekið mið af námskrá frá menntamálaráðuneytinu Íslenska fyrir útlendinga - grunnnám og námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun.
Tími: Kennt þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18-20. Hefst 26. ágúst.
Lengd: 40 klukkustundir.
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 18.000 kr.
Til þess að ljúka námskeiðinu með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu.
Hópur | Dags | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|