Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Leiðin að skuldleysi - fjarkennt

23. október 2025 

Skemmtilegt og hvetjandi námskeið þar sem sýndar eru raunhæfar leiðir til þess að vinda ofan af skuldsetningu og lifa skuldlausu lífi til frambúðar.  

Rætt verður um hvernig ódýrast og heppilegast sé að greiða af húsnæðislánum, ráðast á bílalán og önnur neyslulán og tryggja að ný lán verði ekki tekin. Farið er yfir vaxtakjör og horfur í dag, ólíkar tegundir lána, hvenær heppilegt sé að endurfjármagna og fleira sem mikilvægt er að þekkja og skilja svo ferlið gangi bæði fljótt og vel. 

Öruggasta og líklegasta leiðin til velmegunar og fjárhagslegs öryggis liggur í leiðinni að skuldleysi. 

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Björn Berg Gunnarsson, en hann hefur langa reynslu af ráðgjöf og fyrirlestrahaldi um fjármál. Björn starfaði lengi sem ráðgjafi á verðbréfa- og lífeyrissviði Íslandsbanka, var fræðslustjóri bankans í yfir áratug og stýrði greiningardeild hans. Hann hefur BS próf í viðskiptafræði, próf í verðbréfaviðskiptum og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði. Nánar á www.bjornberg.is

Tími: Fimmtudagur 21. október 2025 kl. 17-19.
Staður: Fjarkennt
Verð: 19.000 kr.

Félagsfólk Kjalar stéttarfélags getur sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Fræðslumiðstöðin hvetur aðra þátttakendur til að kanna möguleika á styrk til greiðslu þátttökugjalds hjá sínu stéttarfélagi eða starfsmenntasjóði.

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning