Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Lög og reglur

25. október 2025

Markmið námskeiðsins er að bílstjórinn þekki helstu atriði í lögum og reglum um vöru- og farþegaflutninga og um stór ökutæki sem atvinnutæki og geri sér grein fyrir ábyrgð bílstjóra á ástandi og notkun ökutækis á hverjum tíma. 

Námskeiðið er hluti af endurmenntun atvinnubílstjóra. Bílstjóri sem ekur stórri bifreið í ökuréttindaflokki D1 og D til farþegaflutninga í atvinnuskyni og í flokki C1 og C til vöruflutninga í atvinnuskyni skal hafa lokið 35 kennslustunda endurmenntun á síðustu fimm árum fyrir endurnýjun. Til þess að ljúka endurmenntuninni þurfa bílstjórar að ljúka þremur kjarnanámskeiðum; Vistakstur - örygig í akstri, Umferðaröryggi og Lög og reglur. Auk þess þarf að klára annað hvort námskeið um farþegaflutninga eða vöruflutninga og eitt val námskeið, til dæmis skyndihjálp.

Þú getur skoðað stöðu þína í endurmenntun hér

Tími: Laugardaginn 25. október kl. 9-16.
Lengd: 7 kennslustundir.
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði. Einnig í boða að taka þátt í gegnum fjarfund á Zoom.
Kennari: Skúli Berg.
Verð: 18.600 kr. Minnum á að flest stéttarfélög endurgreiða hluta þátttökugjalds.

Til þess að ljúka námskeiðinu með fullnægjandi hætti þar að sitja alla tíma þess. Þátttakendur í fjarfunda þurfa að vera með virka myndavél og hljóðnema.

 

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning