Meðferð matvæla - fjarkennt
7. október 2025
Meðferð matvæla er 40 klukkustunda nám ætlað þeim sem starfa við meðhöndlun matvæla svo sem starfsfólki í mötuneytum, veitingahúsum og verslunum. Meðal námsþátta eru gæði og öryggi við meðferð matvæla, matvælavinnsla, þrif og sótthreinsun, merkingar á umbúðum matvæla, geymsluþol, ofnæmi og óþol, hollusta máltíða og fæðuflokkarnir.
Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði og kennt samkvæmt námskrá vottaðari af Menntamálastofnun (Meðferð matvæla).
Meta má námið á móti allt að 5 einingum í framhaldsskóla, ath það er þó alltaf mat viðkomandi skóla.
Stefnt er að því að hefja námið í október og ljúka í nóvember, nánari upplýsingar um dagsetningu og tíma liggja fyrir fljótlega.
Kennari: Salome Elín Ingólfsdóttir, næringarfræðingur.
Tími: Hefst 7. október 2025 og lýkur 27. nóvember.
Kennt: þriðjudaga og fimmtudaga kl 16:30-19:10.
Lengd: 40 klukkustundir.
Staður: Fjarkennt.
Verð: 19.000 kr.
Námsmat: 80% mæting, virk þátttaka og verkefnaskil.
Lágmarksfjöldi 10 þátttakendur.
Vakin er athygli á að með samningi við starfsmenntasjóðina Sveitamennt og Ríkismennt geta stofnanir ríkis og sveitarfélaga boðið því starfsfólk sínu sem er í VerkVest eða Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur að sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu.
Þá getur félagsfólk Kjalar stéttarfélags getur sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu.
Minnum aðra væntanlega þátttakendur á að kanna rétt til endurgreiðslu námskeiðsgjalda hjá sínu stéttarfélagi.
Hópur | Dags | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|