Ólseigir krakkar: Að efla þolgæði og sjálfstraust barna - fjarkennt
24. september 2025
Viltu styðja barnið þitt til að takast á við áskoranir af öryggi og seiglu?
Í þessu hagnýta fjarnámskeiði fyrir foreldra fjöllum við um hvernig hægt er að efla sjálfstraust og þrautseigju barna sem hvoru tveggja eru lykilþættir góðrar andlegrar líðunar, námsárangurs og lífsánægju til framtíðar.
Á námskeiðinu lærir þú meðal annars:
- Hvað þrautseigja og sjálfstraust eru og hvernig þau þróast
- Hvernig foreldrar geta hjálpað börnum að takast á við mistök og mótlæti
- Aðferðir til að hvetja til seiglu, forvitni og sjálfstæðis í daglegu lífi
- Hvers vegna hrós getur bæði hjálpað og skaðað – og hvernig á að nota það rétt
- Hagnýtar leiðir til að rækta heilbrigðan sjálfsaga og innri hvatningu
Fyrir hverja?
Fyrir alla foreldra barna á leik- og grunnskólaaldri sem vilja styrkja barnið sitt til framtíðar.
Hvernig fer námskeiðið fram?
Um er að ræða lifandi fjarkennslu með umræðum og hagnýtum dæmum. Þátttakendur fá einnig glærur og glósur með gagnlegum verkfærum til að nota heima.
Kennari á námskeiðinu er Ársæll Arnarson, prófessor við Menntavísindasvið HÍ, áður prófessor í sálfræði við HA. Hann hefur um árabil rannsakað heilsu og vellíðan barna og unglinga á alþjóðavísu. Auk þess starfaði hann í sumarbúðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í áratug, á BUGL og sá um félagsstarf fyrir fatlaða unglinga í Hinu Húsinu. Hann hefur skrifað fjölda vísindagreina og haldið fyrirlestra hér á landi og erlendis um þetta málefni.
Tími: Kennt miðvikudaginn 24. septmeber kl. 19:00-21:30.
Staður: Fjarkennt.
Verð: 18.500 kr.
Félagsfólk Kjalar stéttarfélags getur sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Fræðslumiðstöðin hvetur aðra þátttakendur til að kanna möguleika á styrk til greiðslu þátttökugjalds hjá sínu stéttarfélagi eða starfsmenntasjóði.
Hópur | Dags | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|