Salsa - Ísafjörður
11. maí 2025
ATH námskeiðið er kennt á ensku.
Á þessu líflega þriggja klukkustunda salsanámskeiði gefst þátttakendum tækifæri til að kynnast grunnatriðum salsa. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja efla sjálfstraust sitt á dansgólfinu og öðlast skilning á takti, líkamsbeitingu og tjáningu í gegnum latneska tónlist.
Á námskeiðinu verða kennd grunnspor og hreyfingar í salsa með áherslu á einstaklingsvinnu fremur en paradans. Námskeiðið hentar bæði þeim sem eru að stíga sín fyrstu spor og þeim sem hafa einhverja reynslu og vilja endurnýja dansgleðina.
Kennari á námskeiðinu er Alejandra De Avila. Alejandra hefur bakgrunn í tónlist og leikhúsi og hún er menntaður kennari í tónlistar- og hreyfifræðslu. Hún hefur starfað sem kennari við Listaháskóla Íslands, unnið með og sett upp sýningar bæði með atvinnumönnum og áhugafólki og verið með námskeið og fræðslu víða um heim. Síðustu ár hefur hún starfað sem kennari við Tónlistarskóla Vesturbyggðar.
Ekki þarf að koma með dansfélaga og engin fyrri reynsla er nauðsynleg. Þátttakendum er ráðlagt að koma með þægileg íþróttaskó.
Kennari: Alejandra De Avila.
Tími: Sunnudagur 11. maí 2025 kl. 14:00-17:00.
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 15.000 kr.
Fræðslumiðstöðin hvetur væntanlega þátttakendur til að kanna rétt til endurgreiðslu þátttökugjalds hjá sínu séttarfélagi.
---
This three-hour salsa dance workshop offers participants the opportunity to explore the fundamentals of salsa in a lively environment and entertaining atmosphere. The class is designed to support adults of all backgrounds in developing their confidence on the dance floor, while building an understanding of rhythm, body coordination, Latin body flow, and musical expression.
Participants will learn basic steps and movement patterns of salsa, focusing on individual technique rather than partner work. The course is suitable for complete beginners as well as those with some previous experience who wish to reconnect with the joy of movement.
The workshop is led by Alejandra P. De Avila, a trained teacher in music and movement education. Originally from Mexico, Alejandra has led international workshops through her company Sila II Act, offering classes and performances in Austria, Greenland, the United States, Sweden, and Iceland. Between 2017 and 2019, she taught Music and Movement Rhythmical Education at The Iceland Academy of the Arts, and she currently teaches at Tónlistarskóli Vesturbyggðar. Her teaching emphasizes physical awareness, creativity, and emotional connection through rhythm and movement.
This course is ideal for anyone looking to explore dance in a welcoming space, meet new people, and discover the expressive power of Latin rhythms. No dance partner is needed, and no prior dance experience is required. The participants are encouraged to bring a pair of comfortable sport shoes with them.
Date and time: May 11th 2025, from 14:00 to 17:00 (3 hours).
Location: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgata 12, Ísafirði.
Price: 15.000 kr
Hópur | Dags | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|