Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Smáskipanámskeið – vélstjórn < 15 m

Byrjar 10. október 2024

ATH, það er orðið fullbókað í námið
Hægt er að skrá sig á biðlista

Þau sem skrá sig 29. ágúst eða síðar fara á biðlista og við munum hafa samband

 

Nám­skeiðið er ætlað þeim sem vilja öðlast atvinnu­skír­teini til að starfa sem vél­stjóri < 750 kW á smá­skipum allt að 15m lengd í strand­sigl­ingum (með að hámarki 12 farþegum og tak­mörkun á farsviði).

Til viðbótar þessu námskeiði þarf að ljúka siglingatíma (þjálfun um borð í skipi) og viðurkenndu öryggisfræðslunámi til þess að fá útgefið skírteini.

Námskeiðið samanstendur af fjarnámi og staðlotum á Ísafirði sem nemendur þurfa að taka þátt í. Náminu lýkur með verklegum þáttum og prófum í síðustu staðlotunni.

  • Forkröfur: Að umsækjandi búi yfir færni sem þarf til að takast á við alla hluta námsins, hafi lokið grunnskóla og sé á 16. ári hið minnsta.
  • Kennarar: Jóhann Bæring Gunnarsson, Hjalti Már Magnússon og Nanna Bára Maríusdóttir.
  • Tími: Hefst 10. október 2024 og lýkur í febrúar/mars 2025.
  • Lengd: Námskeiðið samsvarar 15 eininga námi í framhaldsskóla (um hálfri önn). Því má gera ráð fyrir að um 270-360 klst. fari í námið samkvæmt viðmiði fyrir framhaldsskólanemendur. 
  • Staður: Tvær fjögra daga staðlotur á Ísafirði og fjarkennsla.
    Staðlotur eru tvær 10.-13. okt. og 31. okt -3. nóv.
    Skyldumæting er í staðlotur.
  • Verð: kr. 239.000
  • Hámarksfjöldi í hóp: 16.
  • Námsmat: Til að fá prófskírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að standast alla þætti námskeiðsins, hvort sem það eru bókleg próf eða verkleg þjálfun.

Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig hér fyrir neðan. Skráning er ekki bindandi en með henni getur Fræðslumiðstöðin haft samband við viðkomandi og veitt nánari upplýsingar þegar þær liggja fyrir.

Nánar um námskeiðið

Náminu er skipt í nokkra námsþætti sem allir mynda eina heild til þessara réttinda, m.a. aðalvél, rafkerfi, önnur kerfi, viðhald og umhirða, bilanaleit og viðgerðir, öryggisbúnaður, vökva- og loftstýringar, hönnun skipa og stöðugleiki, sjóréttur. Sjá nánar á námskrá.is

Kennsluefni, æfingar og lesefni verður á kennsluvefnum Innu en nemendur hafa að auki aðgang að samtali við kennara samkvæmt skipulagi. Nemendur hafa aðgang að náms- og starfsráðgjafa hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða sem þeir eru hvattir til að nýta sér.

Smáskipanám (vélstjórn <15m) kemur í stað þess sem áður var 12m vélgæslunám. Atvinnuskírteini er gefið út að loknu öryggisfræðslu smábáta og skyndihjálparnámskeiði.

Nauðsynleg námsgögn

Nemendur þurfa að útvega sér eftirfarandi gögn og m.a. hafa með sér í próf og verklega lotu:

  • Reiknivél, skriffæri og strokleður.
  • Fartölvu (eða spjaldtölvu) til að geta unnið á kennsluvef (Innu).

 Nánari upplýsingar hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða: frmst@frmst.is

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning