Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Facebook sem markaðstæki - fjarnámskeið frá EHÍ

Facebook býður upp á sérstakar aðferðir og uppsetningu til að kynna fyrirtæki, vörur og þjónustu t.d. með uppsetningu sérstakra síðna, sem eru strax aðgengilegar í Google leitarvélinni, ásamt markvissri markaðssetningu auglýsinga. Á þessu námskeiði verður farið í uppsetningu síðna fyrir fyrirtæki, vörur, þjónustu, stofnanir og félagasamtök. Skoðað verður hver er munurinn á ?venjulegri? facebook síðu og síðum sem gegna markaðshlutverki. Auglýsingar fyrir samskiptanetið eru skoðaðar sérstaklega og þá rætt um markvissa uppsetningu, orðaval og markhópa. Einnig verður fjallað um hvernig Facebook vinnur með og tengist öðrum netmiðlum fyrirtækisins t.d. með notkun RSS feeda.

Námskeiðið verður í húsakynnum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða að Suðurgötu 12, Ísafirði og er það kennt í gegnum fjarfundabúnað frá Endurmenntu Háskóla Íslands.

Hægt er að skrá sig á netinu með því að smella hér hér. Einnig er tekið við skráningum hjá Fræðslumiðstöðinni í síma 456 5025 og hjá Endurmenntun HÍ í síma 525-4444.

Deila