Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Undirbúningur fyrir haustið

Undirbúningur fyrir haustönn er kominn á fulla ferð hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Eins og alltaf mun kenna ýmissa grasa. Fyrsta námskeiðið verður núna í ágúst og fjallar um sveppi og sveppatínslu, í september verður námskeið um stjörnuspeki, um sálræn áföll og svo fara íslenskunámskeiðin líka af stað í september.  Nokkrar vottaðar námsleiðir eru á dagskránni, Meðferð matvæla fer af stað í september og einnig er stefnt á að byrja með Grunnmennt (þar sem kenndar eru kjarnagreinarnar íslenska, stærðfræði og ensku), Velferðartækni og Uppleið.  Fjölmörg önnur námskeið munu koma inn á vef miðstöðvarinnar á næstu dögum og vikum en starfsfólk miðstöðvarinnar tekur líka vel í allar tillögur og ábendingar um námskeið.

Rétt er að minna á aðra þjónustu Fræðslumiðstöðvarinnar sem alltaf er til staðar, þ.e. raunfærnimat, náms- og starfsráðgjöf og vinna með fyrirtækjum og stofnunum við gerð og framkvæmd fræðsluáætlana. 

Íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt

Fræðslumiðstöð Vestfjarða vekur athygli á því að næstu íslenskupróf fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt verða haldin í lok maí næstkomandi. Eins og áður verður hægt að taka próf á Ísafirði. Prófað er á eftirfarandi stöðum:

  • Akureyri: 26.maí 2021, kl. 13.00 hjá Símey, Akureyri.
  • Egilsstaðir: 27. maí 2021, kl. 13.00 hjá Austurbrú, Egilsstöðum.
  • Ísafjörður: 28. maí 2021, kl. 13.00 hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Ísafirði.
  • Reykjavík: Vikan 31. maí til 4. júní. Próf haldin kl. 9.00 og klukkan 13.00.  Hjá Mími, Höfðabakki 9, 110 Reykjavík.

Skráning hófst þriðjudaginn 16. mars og henni lýkur miðvikudaginn 12. maí.  Skráning á www.mimir.is

Ekki er hægt að skrá sig eftir að skráningarfresti lýkur.

Verð 35.000 kr.

Athugið að prófalotur geta fyllst eða fallið niður vegna of mikils eða of lítis fjölda skráðra.

Nauðsynlegt er að framvísa gildum skilríkjum við komu í prófið (vegabréfi, ökuskírteini eða skírteinum útgefnum af Útlendingastofnun).

Prófgögn koma frá Menntamálastofnun sem fer yfir prófin og sendir niðurstöður til próftaka.

Eldri færslur