Miðvikudaginn 12. október hefst nýtt og spennandi námskeið á Hólmavík. Á námskeiðinu fá þátttakendur tilsögn í hvernig hægt er að breyta gömlum flíkum, þrengja, víkka, stytta eða breyta í nýjar, t.d. gamla kjólnum eða buxunum í pils. Kennt er að vinna með einföld snið, sníða og sauma. Nemendur þurfa að koma með gamla flík sem þeir vilja breyta, saumavél og saumaáhöld. ...
Meira
- föstudagurinn 30. september 2011
- FRMST
Á dögunum heimsóttu þau Smári Haraldsson forstöðumaður og Kristín Sigurrós Einarsdóttir verkefnastjóri Árneshrepp. Komu þau við á nokkrum stöðum í sveitinni, meðal annars í Finnbogastaðaskóla og Kaupfélaginu í Norðurfirði og hittu fólk og ræddu um möguleika á námskeiðahaldi í hreppnum. Eftir helgina ætla svo þeir Björn Hafberg náms- og starfsráðgjafi og Jón Arnar Gestsson að fylgja heimsókninni eftir og kynna námsframboð og kanna áhuga fólks....
Meira
- fimmtudagurinn 29. september 2011
- FRMST