Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Á döfinni í október

Mörg námskeið eru á döfinni í október hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði og af ýmsum toga.

Í næstu viku er gert ráð fyrir að fimm námskeið fari af stað. Spænska fyrir byrjendur er sett þann 11. október og saumanámskeiðið Gamalt verður nýtt miðvikudaginn 12. október. Sönglögin okkar, fyrsta námskeið í námskeiðaröð Fræðslumiðstöðvar og Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar verður fimmtudaginn 13. október og laugardaginn 15. október eru fyrirhuguð tvö námskeið, Brjóstsykursgerð og Skartgripasmíði. Þess má geta að fullt er orðið á skargripaámskeiðið en tekið er við skráningum á biðlista.

Vikuna 16.-22. október eru einnig fyrirhuguð fimm námskeið. Virðisaukaskattur og launabókhald hefst þriðjudaginn 18. október og Arfur kynslóðanna er sett miðvikudaginn 19. október. Fimmtudaginn 20 október er komið að fyrsta fyrirlestri í námskeiðaröð sem Fræðslumiðstöðin stendur að ásamt Náttúrustofu Vestfjarða og Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Vestfjörðum og verður umfjöllunarefni dagsins atferli dýra. Þann sama dag hefst einnig almennt tölvunámskeið ætlað fólki með litla tölvureynslu. Tréútskurðarnámskeið sem átti að hefjast 8. október var fært til laugardagsins 22. október af óviðráðanlegum orsökum.

Vikuna 23.-29. október eru svo tvö námskeið, Bakskóli hefst þriðjudaginn 25. og laugardaginn 29. október verður námskeið í Sushi.

Að lokum má geta þess að þeir Jón Einar Haraldsson (Lambi) og Sturla Kristjánsson eru hjá Fræðslumiðstöðinni í október með Aftur í nám, ætlað sem fólki glímir við lestrar- og skriftarörðugleika. Enn er hægt að komast að hjá þeim félögum.
Deila